Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   þri 05. nóvember 2024 20:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ronaldo batt enda á markaþurrðina
Mynd: Getty Images

Cristiano Ronaldo komst á blað þegar Al-Nassr vann Al-Ain í Meistaradeild Asíu í kvöld.


Al-Nassr komst yfir snemma leiks og eftir hálftíma leik bætti Ronaldo öðru marki liðsins við eftir mistök hjá markmanni Al-Ain. Al-Nassr vann að lokum 5-1.

Ronaldo hefur átt erfitt uppdráttar fyrir framan markið að undanförnu á hans mælikvarða en hann hafði ekki skorað í þremur leikjum í röð fyrir leikinn í kvöld.

Al-Nassr er með tíu stig í 3. sæti eftir fjóra leiki. Fjórar umferðir eru eftir en átta efstu liðin komast áfram.


Athugasemdir
banner
banner
banner