banner
   lau 05. desember 2020 23:45
Victor Pálsson
Barcelona þremur stigum frá fallsæti eftir 10 leiki
Mynd: Getty Images
Það er óhætt að segja að það hafi lítið gengið hjá Barcelona undir stjórn Hollendingsins Ronald Koeman.

Koeman ákvað að stíga til hliðar sem landsliðsþjálfari Hollands fyrr á árinu og tók við sínu fyrrum félagi.

Gengið á þessu tímabili hefur verið afar slæmt en eins og er þá er Barcelona aðeins þremur stigum frá fallsæti.

Barcelona situr þó í sjöunda sæti deildarinnar en slæm úrslit í næsta leik gætu haft afar slæm áhrif á framhaldið.

Osasuna er búið að leika 10 leiki líkt og Barcelona og er með 11 stig í 18. sæti. Börsungar eru með 14 í því sjöunda.

Það þarf eitthvað mikið að gerast ef Barcelona ætlar að berjast um titilinn en liðið er 12 stigum á eftir Atletico Madrid sem er á toppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner