Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 05. desember 2020 23:45
Victor Pálsson
Barcelona þremur stigum frá fallsæti eftir 10 leiki
Það er óhætt að segja að það hafi lítið gengið hjá Barcelona undir stjórn Hollendingsins Ronald Koeman.

Koeman ákvað að stíga til hliðar sem landsliðsþjálfari Hollands fyrr á árinu og tók við sínu fyrrum félagi.

Gengið á þessu tímabili hefur verið afar slæmt en eins og er þá er Barcelona aðeins þremur stigum frá fallsæti.

Barcelona situr þó í sjöunda sæti deildarinnar en slæm úrslit í næsta leik gætu haft afar slæm áhrif á framhaldið.

Osasuna er búið að leika 10 leiki líkt og Barcelona og er með 11 stig í 18. sæti. Börsungar eru með 14 í því sjöunda.

Það þarf eitthvað mikið að gerast ef Barcelona ætlar að berjast um titilinn en liðið er 12 stigum á eftir Atletico Madrid sem er á toppnum.
Athugasemdir
banner
banner