Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
   lau 05. desember 2020 16:28
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Dortmund og Gladbach gerðu jafntefli
Toppbaráttulið Borussia Dortmund missteig sig í dag og gerði jafntefli við Eintracht Frankfurt í tíundu umferð þýska deildartímabilsins.

Daichi Kamada kom Frankfurt yfir snemma leiks og leiddu heimamenn í Frankfurt eftir jafnan fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik jafnaði hinn efnilegi Giovanni Reyna eftir stoðsendingu frá Jadon Sancho.

Það var aðeins eitt lið á vellinum eftir leikhlé og gestirnir frá Dortmund óheppnir að skora ekki. Erling Braut Haaland var ekki með vegna meiðsla.

Dortmund er í þriðja sæti með 19 stig eftir 10 umferðir, þremur stigum eftir toppliði Bayern sem á leik til góða við RB Leipzig síðar í dag.

Frankfurt 1 - 1 Dortmund
1-0 Daichi Kamada ('9 )
1-1 Giovanni Reyna ('56 )

Borussia Mönchengladbach gerði þá jafntefli við Freiburg í hörkuleik þar sem heimamenn í Freiburg voru betri.

Breel Embolo og Alassane Plea skoruðu mörk Gladbach sem er komið með 16 stig eftir 10 umferðir.

Wolfsburg er þá í fimmta sæti með 18 stig eftir jafntefli við Köln og hafði Arminia Bielefeld betur gegn Mainz í fallbaráttuslag.

Freiburg 2 - 2 Gladbach
0-1 Breel Embolo ('23 )
1-1 Philipp Lienhart ('32 )
2-1 Vincenzo Grifo ('49 , víti)
2-2 Alassane Plea ('50 )

Koln 2 - 2 Wolfsburg
1-0 Jan Thielmann ('18 )
1-1 Maximilian Arnold ('29 )
2-1 Ondrej Duda ('43 )
2-2 Wout Weghorst ('47 )

Arminia Bielefeld 2 - 1 Mainz
1-0 Manuel Prietl ('21 )
2-0 Ritsu Doan ('31 )
2-1 Kevin Stoger ('82 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 14 12 2 0 51 11 +40 38
2 RB Leipzig 14 9 2 3 29 16 +13 29
3 Dortmund 14 8 5 1 24 12 +12 29
4 Leverkusen 14 8 2 4 30 19 +11 26
5 Hoffenheim 14 8 2 4 29 20 +9 26
6 Stuttgart 14 8 1 5 25 22 +3 25
7 Eintracht Frankfurt 14 7 3 4 29 29 0 24
8 Union Berlin 14 5 3 6 19 23 -4 18
9 Freiburg 14 4 5 5 21 23 -2 17
10 Köln 14 4 4 6 22 23 -1 16
11 Gladbach 14 4 4 6 18 22 -4 16
12 Werder 14 4 4 6 18 28 -10 16
13 Wolfsburg 14 4 3 7 20 24 -4 15
14 Hamburger 14 4 3 7 15 24 -9 15
15 Augsburg 14 4 1 9 17 28 -11 13
16 St. Pauli 14 3 2 9 13 26 -13 11
17 Heidenheim 14 3 2 9 13 30 -17 11
18 Mainz 14 1 4 9 13 26 -13 7
Athugasemdir
banner
banner