Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 05. desember 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Rangnick: Fótboltinn minn er ekki hægur vals
Ralf Rangnick
Ralf Rangnick
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, ræddi við blaðamenn í fyrsta sinn í gær frá því hann tók við liðinu en fyrsta verkefni hans er í dag gegn Crystal Palace. Hann segir að það taki sinn tíma að gera leikmenn klára fyrir hans leikstíl

Rangnick er kallaður guðfaðir „Gegenpress" leikstílsins sem Jürgen Klopp hefur notast við hjá Liverpool og fleiri góðir þjálfarar en það er ljóst hvaða stefnu United er að taka.

„Ég verð að taka þeim og sætta mig við hvar þeir eru staddir akkúrat núna. Þeir eru reyndi og nógu klárir til að vita það. Ég get ekki breytt leikmönnunum sem við erum með í pressuskrímsli á tveimur, þremur eða fjórum vikum," sagði Rangnick.

„Þú verður að vera meðvitaður um hvernig leikmenn þú ert með og hvar þeir standa. Ég get ekki farið fram á eitthvað frá þeim sem þeir geta ekki gefið mér núna."

„Fótboltinn minn er klárlega ekki hægur vals. Hugmyndafræði mín er ekki langt frá þeirri sem Jürgen Klopp er með. Það er ekkert leyndarmál."


Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, náði að breyta Chelsea á örfáum mánuðum og vinna Meistaradeildina. Getur Rangnick gert það sama?

„Það að vinna Meistaradeildina, lenda í fjórða sæti í deildinni og vera á toppnum í deildinni með sömu leikmennina? Það er stórt afrek. Ég er ekki viss um að ég geti sagt að hlutirnir eigi eftir að vera eins fyrir mig hjá Manchester United," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner