Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 05. desember 2021 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Tuchel eftir tapið - „Of mörg einstaklingsmistök"
Thomas Tuchel
Thomas Tuchel
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, segir of mörg einstaklingsmistök ástæðuna fyrir 3-2 tapinu gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gær.

West Ham vann enn eitt stórliðið í deildinni í gær er liðið lagði Chelsea en það var draumamark Arthur Masuaku undir lokin sem skildi liðin að.

Chelsea komst yfir með marki frá Thiago Silva en slæm sending Jorginho varð til þess að Edouard Mendy braut á Jarrod Bowen innan teigs og hleypti það lífi í leikinn.

Mendy misreiknaði þá skot (eða fyrirgjöf) Masuaku undir lokin og kostaði það liðið.

„Mér fannst þetta ekkert slæmur leikur hjá okkur. Þetta var allt í lagi og við getum unnið leiki með þessari frammistöðu. Það er erfitt að spila hérna en við gerðum of mörg einstaklingsmistök, alveg eins og við gerðum gegn Manchester United og Watford og okkur var refsað fyrir það," sagði Tuchel.

„Ef þú vilt ná í úrslit á þessu stigi þá verður þú að fækka mistökum. Við töluðum um þetta fyrir leikinn en það var lítil hjálp í því," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner