Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   mán 05. desember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Dest gjörsamlega eyðilagður eftir tapið gegn Hollandi
Sergino Dest
Sergino Dest
Mynd: EPA
Bandaríski landsliðsmaðurinn Sergino Dest segist gjörsamlega eyðilagður eftir 3-1 tapið gegn Hollandi í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar.

Bandaríkin eru úr leik á HM en landsliðið hefur tekið miklum framförum síðustu ár.

Liðið er með mörg spennandi nöfn í hópnum og er Dest eitt af þessum nöfnum en hann spilar fyrir ítalska félagið AC Milan.

Dest og liðsfélagar hans spiluðu ágætlega á mótinu en mættu ofjörlum sínum í 16-liða úrslitum og fór Holland nokkuð þægilega áfram.

„Ég er eyðilagður. Við gáfum allt fyrir þjóð okkar en því miður var það ekki nóg. Ég er rosalega stoltur af liðinu og hvernig við börðumst í gegnum mótið. Það er svo mikið af hæfileikum í þessu liði og meirihlutann er enn ungur og því nægur tími til að þróa leik okkar," sagði Dest á samfélagsmiðlum.

Næsta heimsmeistaramót fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó eftir fjögur ár.
Athugasemdir
banner