Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
   þri 05. desember 2023 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Klopp um Kelleher: Fannst hann eiga góðan leik
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Liverpool vann Fulham um helgina í ótrúlegum leik.

Leiknum lauk með 4-3 sigri Liverpool þar sem Bobby De Cordova Reid kom Fulham í 3-2 undir lok leiksins en mörk frá Wataru Endo og Trent Alexander-Arnold tryggðu Liverpool sigurinn.


Caoimhin Kelleher hefur staðið í marki Liverpool í undanförnum leikjum vegna meiðsla Alisson en hann var gagnrýndur sérstaklega í fyrstu tveimur mörkum Fulham. 

Jurgen Klopp kom markverðinum til varnar.

„Mér fannst hann eiga góðan leik, hann var góður með boltann, sérstaklega með fótunum. Svo fáum við á okkur tvö mörk, eitt var óheppni, ef boltinn fer í gegnum klofið, fer hann í gegnum klofið, það gerist," sagði Klopp.

„Markmannsþjálfarnir og Alisson sögðu við mig 'við erum framfótar markverðir'. Hann fór inn í þetta þannig að ef Tete tekur á móti boltanum er hann þá mættur. Tete gerði það ekki, hann tekur skotið strax og boltinn fer framhjá honum. Þessi smáatriði gerast, það hefur ekkert með gæði að gera. Þetta er speki og hann gæti varið þetta með smá heppni."

Kelleher verður í markinu þegar Liverpool mætir Sheffield United á morgun.

„Haltu bara áfram, gerðu sömu hlutina. Við getum búist við því að Sheffield United muni eiga föst leikatriði og við viljum að hann verði ákveðinn og fari af línunni. Mér finnst allt í fullkomnu lagi," sagði Klopp.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner