Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   þri 05. desember 2023 16:00
Elvar Geir Magnússon
Lavia, Nkunku og Gallagher ekki með gegn Man Utd
Manchester United og Chelsea mætast í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld. Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, fór yfir stöðuna á leikmannahópi Chelsea á fréttamannafundi í dag.

Romeo Lavia og Christopher Nkunku verða áfram fjarverandi.

„Ég var að vona að Nkunku gæti verið með en hann er enn ekki orðinn leikfær. Stundum myndast spenna og við viljum fá leikmanninn sem fyrst en það þarf að sýna skynsemi,“ sagði Pochettino.

Nkunku er 26 ára og miklar væntingar gerðar til hans hjá Chelsea eftir að félagið keypti hann frá RB Leipzig á 52 milljónir punda. Hann skoraði 23 mörk í 38 leikjum fyrir þýska félagið á síðasta tímabili. Hann hlaut hnémeiðsli á undirbúningstímabilinu.

Miðjumaðurinn Conor Gallagher verður ekki með Chelsea á morgun þar sem hann tekur út leikbann eftir að hafa fengið rautt í sigrinum gegn Brighton.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner