Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 06. janúar 2021 10:00
Magnús Már Einarsson
Mesut Özil sagður á leið til Fenerbahce
Mynd: Getty Images
Tyrkneskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Mesut Özil, miðjumaður Arsenal, sé að ganga til liðs við Fenerbahce.

Hinn 32 ára gamli Özil hefur verið úti í kuldanum hjá Mikel Arteta, stjóra Arsenal, og ekkert komið við sögu á þessu tímabili en hann var ekki einu sinni skráður í leikmannahóp liðsins fyrir tímabilið.

NTVSPo í Tyrklandi segir að Özil hafi samþykkt að gera þriggja og hálfs árs samning við Fenerbahce.

DC United í MLS-deildinni í Bandaríkjunum var einnig í viðræðum við Özil en hann hafnaði tilboði þaðan.

Özil hefur verið í átta ár hjá Arsenal en Þjóðverjinn hefur unnið enska bikarinn fjórum sinnum með liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner