Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 06. janúar 2021 20:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho virtist skjóta á Pogba
Pogba og Mourinho þegar Portúgalinn stýrði Man Utd.
Pogba og Mourinho þegar Portúgalinn stýrði Man Utd.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, virtist skjóta á fyrrum lærisvein sinn, Paul Pogba, eftir sigur á Brentford í undanúrslitum enska deildabikarsins í gær.

Mourinho var nokkuð ánægður með leik sinna manna en virtist skjóta á Pogba þegar hann var spurður út í leikinn á Sky Sports. Hann hrósaði Davinson Sanchez fyrir góðan varnarleik og hrósaði hann einnig leikmanni Brentford fyrir að henda sér ekki í jörðina.

Þegar Portúgalinn hrósaði leikmanni Brentford fyrir að henda sér ekki í jörðina, þá benti hann á að aðrir leikmenn gerðu það og notaði táknmál til að ítreka mál sitt.

Mourinho notaði svipaðar handabendingar og Pogba, miðjumaður Man Utd, gerði á dögunum í leik gegn Aston Villa. Pogba var ásakaður um það að láta Luke Shaw vita að hann ætti að henda sér niður í teignum. Pogba fékk vítaspyrnu í leiknum við Villa sem þótti nokkuð umdeild; leikmenn Villa voru alla vega mjög ósáttir við hana.

Fjölmiðlar á borð við Express og OneFootball telja að Mourinho hafi þarna verið að skjóta á Pogba fyrir leikaraskap og handabendingar til Shaw.

Mourinho fékk Pogba til Man Utd árið 2016 en þeir náðu ekki rosalega vel saman oft á tíðum. Hér að neðan má sjá bút úr viðtalinu við Mourinho í gær.

Sjá einnig:
Douglas Luiz reiður eftir vítadóminn: Notum VAR rétt




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner