Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   lau 02. janúar 2021 11:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Douglas Luiz reiður eftir vítadóminn: Notum VAR rétt
Douglas Luiz var dæmdur brotlegur í gærkvöldi þegar Paul Pogba féll í vítateig Aston Villa í leik Manchester United og Aston Villa.

Dean Smith segir að Pogba hafi fellt sjálfan sig og miðað við orð Douglas Luiz á Twitter eftir leik þá er Brasilíumaðurinn á sama máli.

„Ég er búinn að sjá myndband af þessu og ég trúi ekki að víti hafi verið dæmt. Ég mun alltaf styðja sanngjarnari fótbolta, með færri mistökum, en svo stoppa ég og sé svona ákvarðanir," skrifaði Luiz í gærkvöldi.

„Ef við erum með VAR til að hjálpa, byrjum þá á því að nota það á réttan hátt, svona mistök geta haft áhrif á framtíð félaga," bætti Luiz við með áherslu á orðin byrjum og réttan.

Sjáðu atvikið: Pogba fiskaði umdeilda vítaspyrnu

Luiz endurbirti svo færslu af Paul Pogba með handabendingar til Luke Shaw fyrr í leiknum, Luiz til stuðnings.



Athugasemdir
banner