Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 06. janúar 2021 22:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sigursælir stjórar mætast - Verður Mourinho sá sigursælasti?
Jose Mourinho og Pep Guardiola.
Jose Mourinho og Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola og Jose Mourinho munu mætast í úrslitaleik enska deildabikarsins þetta árið með lið sín, Manchester City og Tottenham.

Leikurinn mun fara fram á Wembley þann 25. apríl næstkomandi.

Man City á möguleika á að vinna deildabikarinn í fjórða sinn í röð og Tottenham á möguleika á að vinna sinn fyrsta titil síðan 2008 þegar þeir unnu einmitt deildabikarinn.

Sagan verður skrifuð í lok apríl. Báðir þessir stjórar - Guardiola og Mourinho - eru mjög sigursælir. Með því að vinna deildabikarinn í ár getur Guardiola jafnað Mourinho, Sir Alex Ferguson og Brian Clough yfir flesta sigra í deildabikarnum sem knattspyrnustjóri, eða fjóra talsins.

Mourinho getur komið sér einn á toppinn í þeim flokki ef hann vinnur, með fimm sigra í deildabikarnum.

Hvaða lið mun vinna þennan leik?


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner