Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 06. janúar 2022 14:28
Elvar Geir Magnússon
Gerrard um Coutinho: Ekki kallaður töframaðurinn að ástæðulausu
Aston Villa vill fá Philippe Coutinho.
Aston Villa vill fá Philippe Coutinho.
Mynd: Getty Images
Þó Steven Gerrard hafi ekki viljað staðfesta það beinum orðum á fréttamannafundi í dag er alveg greinilegt að fréttir þess efnis að Aston Villa sé að reyna að fá Philippe Coutinho eru á rökum reistar.

Nokkur ensk félög hafa áhuga á að fá Coutinho og segir Sky Sports News að Villa sé þegar komið með það í farveg að reyna að fá Brasilíumanninn.

Gerrard var spurður út í sögusagnirnar

„Ég er ekki hrifinn af því þegar aðrir stjórar eru að tala um mína leikmenn og því hef ég ekki lagt í vana minn að gera það sama. Ég skil samt þessar vangaveltur, það er sá tími ársins," sagði Gerrard en hann var semherji Coutinho hjá Liverpool.

Þegar Gerrard var spurður út í það að Coutinho væri orðaður við svona mörg félög var greinilegt á svarinu að hann vill fá leikmanninn í sínar raðir.

„Hann hefur spilað 63 landsleiki fyrir Brasilíu, unnið marga titla og var magnaður hjá Liverpool. Auðvitað skil ég að hann sé orðaður við mörg félög. Ég skil af hverju fótboltaáhugamenn eru að tala um hann. Þú færð ekki gælunafnið 'töframaðurinn' að ástæðulausu. Hann er sérstakur fótboltamaður og ég ber mikla virðingu fyrir honum. En ég vil ekki segja meira því hann er leikmaður Barcelona," sagði Gerrard.
Athugasemdir
banner
banner
banner