Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 05. janúar 2022 16:00
Elvar Geir Magnússon
Gerrard reynir að fá Coutinho
Mynd: EPA
Steven Gerrard, stjóri Aston Villa, hefur áhuga á að fá Philippe Coutinho, leikmann Barcelona, til sín. Félagið hefur haft samband við Barcelona og lýst yfir áhuga á láni.

Gerrard og Coutinho eru gamlir liðsfélagar frá Liverpool.

Fleiri félög eru sögð áhugasöm, þar á meðal Liverpool sem telur sig geta komið Coutinho í gang. Grannarnir í Everton hafa einnig áhuga og þá er sagt að Arsenal sé tilbúið að fá leikmanninn á lánssamningi.

Hindrunin fyrir öll þessi félög eru launatölur Coutinho.

Barcelona, sem hefur verið að glíma við fjárhagsvandamál, vill losa Brasilíumanninn af launaskrá. Meðal annars til að geta skráð Ferran Torres.

Coutinho er 29 ára og hefur aldrei náð þeim hæðum sem vonast var eftir í búningi Barcelona. Tímabilið 2019-20 var hann lánaður til Bayern München.
Athugasemdir
banner
banner
banner