Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   fim 06. janúar 2022 22:55
Brynjar Ingi Erluson
Gunnar Bergmann í Aftureldingu (Staðfest)
Gunnar Bergmann er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Aftureldingu
Gunnar Bergmann er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Aftureldingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Bergmann Sigmarsson er genginn í raðir Aftureldingar frá KFG. Hann var valinn efnilegasti leikmaður 3. deildar á síðasta tímabili.

Gunnar er tvítugur varnarmaður sem er uppalinn í Stjörnunni en hann fór þaðan í Álftanes þar sem hann spilaði sumarið 2020 áður en hann hélt til KFG fyrir síðasta tímabil.

Hann gerði frábæra hluti hjá KFG, spilaði 21 leik og skoraði eitt mark er liðið hafnaði í 3. sæti í 3. deild og eftir tímabilið var hann valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar á Fótbolti.net og í liði ársins.

Gunnar fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína og er nú mættur til Aftureldingar þar sem hann gerði tveggja ára samning. Hann verður væntanlega klár í slaginn er Afturelding spilar við KV í Fótbolta.net-mótinu á morgun.

„Gunnar hefur æft með okkur frá því að undirbúningstímabilið hófst í haust. Við í þjálfarateyminu höfum verið ánægðir með frammistöðu Gunnars og teljum að hann geti haldið áfram að bæta sig sem leikmaður í Mosfellsbænum," sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Athugasemdir
banner