Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 06. febrúar 2021 22:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Calvert-Lewin: Ekki til betri tími til að skora
Mynd: Getty Images
„Það er ekki til betri tími til að skora en þetta," sagði sóknarmaðurinn Dominic Calvert-Lewin eftir að hann jafnaði metin fyrir Everton á síðustu sekúndu leiksins gegn Manchester United í kvöld.

Leikurinn endaði 3-3. Man Utd leiddi 2-0 í hálfleik en Everton jafnaði í 2-2 snemma í síðari hálfleik. Man Utd tók aftur forystuna en Everton jafnaði svo á síðustu stundu leiksins.

„Ég var ekki alveg viss um hvort ég ætti að fagna út af VAR. Ég vissi að þetta var ekki hendi en ég var ekki viss með rangstöðuna. Þetta snerist bara um að komast í rétta stöðu. Ég vissi að ég myndi ekki vinna fyrsta boltann, þetta snerist um að ná seinni boltanum."

„Ég tel okkur geta mun betur. Það var vel gert hjá okkur að sýna karakter til að komast aftur inn í leikinn."

„Við héldum okkur inn í leiknum og mér fannst við eiga stigið skilið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner