Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 06. febrúar 2021 10:28
Brynjar Ingi Erluson
Pogba að framlengja við Man Utd - Hazard til Chelsea
Powerade
Erling Braut Haaland gæti farið til Manchester City
Erling Braut Haaland gæti farið til Manchester City
Mynd: Getty Images
Eden Hazard á leið aftur til Englands?
Eden Hazard á leið aftur til Englands?
Mynd: Getty Images
Þá er komið að því öllu helsta í slúðrinu þennan laugardaginn en það er af nægu að taka þar.

Manchester City er vongott um að næla sér í norska framherjann Erling Braut Haaland frá Borussia Dortmund ef félagið vinnur ensku úrvalsdeildina í ár. (Star)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að franski miðjumaðurinn Paul Pogba gæti framlengt samning sinn hjá félaginu á næstu vikum. (Guardian)

Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, gæti yfirgefið félagið ef það ákveður að fá Kylian Mbappe frá Paris Saint-Germain. (Marca)

Chelsea mun reyna að vinna kapphlaupið um austurríska varnarmanninn David Alaba en hann mun yfirgefa Bayern München á frjálsri sölu í sumar. (Guardian)

Chelsea er einnig á höttunum eftir þeim Dayot Upamecano hjá RB Leipzig og Niklas Süle hjá Bayern München en það mun alfarið ráðast á því hvað Bayern gerir í sumarglugganum. (Goal)

Chelsea hefur einnig áhuga á Jerome Boateng, varnarmanni Bayern. (Bild)

West Ham ætlar ekki að flýta sér að taka ákvörðun um það hvort félagið reyni að kaupa Jesse Lingard frá Manchester United. (Standard)

Leicester City er í viðræðum við belgíska miðjumanninn Youri Tielemans en hann gæti fengið nýjan samning hjá félaginu á næstunni og þénað 100 þúsund pund á viku. (Mail)

Martin Ödegaard, sem er á láni hjá Arsenal frá Real Madrid, er líklegur til að vera áfram á Englandi og biðja um sölu frá spænska félaginu ef Zinedine Zidane verður áfram við stjórnvölin. (Eurosport)

Marc Overmars, fyrrum leikmaður Arsenal á Englandi, hefur áhuga á því að snúa aftur til félagsins og taka við sem yfirmaður knattspyrnumála en hann gegnir þeirri stöðu hjá Ajax um þessar mundir. (De Telegraaf)

Manchester United hefur áhuga á því að fá Max Aarons, bakvörð Norwich City, í sumar. Tottenham hefur einnig áhuga á leikmanninum en hann gæti farið þangað í stað Serge Aurier (Express)

Chelsea hefur þá mikinn áhuga á því að fá Eden Hazard aftur frá Real Madrid í sumar. (Defensa Central)
Athugasemdir
banner
banner