Man Utd ætlar að bjóða í Barkley - Varane og Casemiro aftur til Real?
banner
   mán 06. febrúar 2023 12:45
Elvar Geir Magnússon
Man City: Hlökkum til að þetta mál verði til lykta leitt í eitt skipti fyrir öll
Mynd: Getty Images
Manchester City hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ákæru ensku úrvalsdeildarinnar sem sakar félagið um að hafa ítrekað svindlað í fjárhagsmálum á árunum 2009-2018.

City er sakað um yfir 100 brot á reglum en félagið segir í yfirlýsingunni vera sannfært um sakleysi sitt. Það segist hlakka til að þetta mál verði loksins grafið.

„Manchester City er undrandi á þessum ásökunum ensku úrvalsdeildarinnar um brot á reglum, sérstaklega í ljósi þeirra gagna sem við höfum látið af hendi," segir í yfirlýsingunni.

„Félagið fagnar því að óháð rannsóknarnefnd skoði málið, til að skoða öll þau sönnunargögn sem félagið hefur málflutningi sínum til stuðnings. Við hlökkum til að þetta mál verði til lykta leitt í eitt skipti fyrir öll."

Manchester City málið:
Enska úrvalsdeildin sakar Man City um að hafa brotið fjárhagsreglur
Stig gætu verið dregin af Man City
Býst við að langt sé í niðurstöðu í máli Man City
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner