Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 06. febrúar 2023 20:02
Ívan Guðjón Baldursson
Ólíklegt að Naby Keita skrifi undir samning
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sky í Þýskalandi heldur því fram að Naby Keita muni skipta um félag næsta sumar þegar samningur hans við Liverpool rennur út.


Florian Plettenberg, einn helsti fréttamaður Sky í Þýskalandi, heldur því fram að afar ólíklegt sé að samkomulag náist á milli aðila.

Plettenberg segir að mörg félög hafi áhuga á Keita og tekur fram að hann muni ekki fara til Galatasaray, heldur sé líklegra að hann snúi aftur í þýska boltann.

Liverpool borgaði 48 milljónir punda til að kaupa Keita frá RB Leipzig sumarið 2018 en miðjumaðurinn hefur verið hrjáður af meiðslavandræðum á tíma sínum hjá félaginu. Keita hefur byrjað síðustu fjóra leiki Liverpool en það eru einu byrjunarliðsleikirnir hans það sem af er tímabils. Í heildina hefur hann spilað 82 úrvalsdeildarleiki á tæpum fimm árum.


Athugasemdir
banner
banner
banner