Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   þri 06. febrúar 2024 16:35
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Ekki króna til fótboltans - „Þetta fólk er fullt af skít og lýgur öllu“
Frá Laugardalsvelli.
Frá Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Máni myndi helst vilja sjá KSÍ ganga út úr ÍSÍ.
Máni myndi helst vilja sjá KSÍ ganga út úr ÍSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úthlutun úr Afrekssjóði hefur verið birt á vef ÍSÍ, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ). KSÍ fær ekki krónu úr sjóðnum en styrkveitingar nema alls rúmlega 512 milljónum króna. Á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ þann 23. nóvember sl. var samþykkt að KSÍ fengi ekki úthlutun.

Framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna verkefna ársins 2024 er 392 m.kr. en framlagið hefur verið óbreytt síðustu ár. Afrekssjóður er einnig fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri getspá.

Máni Pétursson, sem hyggst bjóða sig fram í stjórn KSÍ, gagnrýndi harðlega í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag hvað ÍSÍ og ríkið kemur með lítið að borðinu í fótboltann.

„Félögin þurfa meiri peninga, það er ekki spurning um það. Það er ótrúlegt starf hérna sem er unnið af sjálfboðaliðum. Við búum í heimi þar sem laun heimsins er vanþakklæti," sagði Máni.

„Ég væri til í að segja Knattspyrnusambandið úr ÍSÍ. En það er víst bannað samkvæmt lögum. Af hverju á KSÍ að vera í ÍSÍ? Hvað kemur til KSÍ úr ÍSÍ? Það er verið að styrkja alls kyns jaðaríþróttir en knattspyrnan er langstærsta íþróttin á Íslandi."

„Ef þú ættir að flokka skattgreiðendur eftir því hvaða íþrótt þeir eru í þá eru flestir í fótbolta. Styrkur ÍSÍ kemur frá ríkinu og skattgreiðendum en hann fer ekki í knattspyrnuna. Við förum með karla- og kvennaliðið í lokakeppni EM U19 og það kemur ekki króna frá ÍSÍ."

Máni var á sínum tíma umsjónarmaður útvarpsþáttarins Harmageddon þar sem stjórnmálafólk var reglulega í viðtölum.

„Ég eyddi fjórtán árum í að tala við pólitíkusa og á endanum fékk ég nóg. Þetta fólk er fullt af skít og lýgur öllu. Sá sem hefur sagt hvað mest í þessari baráttu er Þorsteinn landsliðsþjálfari kvenna sem sagðist ekki ætla að kjósa Ásmund. Hvað er búið að taka margar myndatökur og hleypa þessu fólki í viðtöl?" sagði Máni.

Hann segist ætla að leggja það til ef hann fer inn í stjórn KSÍ að ráðamenn fái ekki boðsmiða á landsleiki eða mæta í einhverjar myndatökur fyrr en það láti verkin tala.
Útvarpsþátturinn - Máni í framboði og ótímabæra spáin
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner