Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   fös 01. desember 2023 22:25
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Þorsteinn Halldórsson var ómyrkur í máli um hvert atkvæði sitt í næstu alþingiskosningum færi ekki.
Þorsteinn Halldórsson var ómyrkur í máli um hvert atkvæði sitt í næstu alþingiskosningum færi ekki.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er það sem við stefndum að, við ætluðum að vinna og það tókst þó við höfum kannski byrjað leikinn erfiðlega. Við unnum okkur inn í hann og náðum að skapa og vorum alveg líkleg á köflum.“
Hafði Þorsteinn Halldórsson þjálfari Íslands að segja um sín viðbrögð eftir 2-1 sigur Íslands á Wales í úrslitaleik um sæti í umspili um áframhaldandi veru í A-deild þjóðardeildar UEFA í kvöld.

Lestu um leikinn: Wales 1 -  2 Ísland

Lið Íslands byrjaði leikinn á afturfótunum þetta kvöldið og mátti standa af sér hverja sóknarlotu Wales á fætur annari. Liðið stóðst þá raun en hvað bjó að baki?

„Það eru óútskýrðir hlutir í íþróttum varðandi hugarfar og hvernig leikmönnum líður og hvernig trúin og traust er á milli leikmanna. Þegar svona óöryggi er meðal leikmanna þá ganga hlutirnir ekki en við náðum að vinna okkur svona hægt og rólega inn í þetta.

Leikur liðsins var þó öllu betri er út í síðari hálfleik var komið og eins og ögn meiri ró væri komin í leik liðsins. Breytti Þorsteinn einhverju i hálfleik?

„Nei í sjálfu sér ekki. Við fórum yfir ákveðna hluti en ekkert taktískt eða neitt svoleiðis. Við töluðum bara um hugarfarið, andlega hlutann í fótbolta og að spila þetta með kollinum. Ef hausinn á þér er ekki í lagi þá er erfitt að láta lappirnar virka.“

Þessi sigur tryggir sem fyrr segir liði Íslands sæti í umspili um áframhaldandi veru í A-deild þótt liðið eigi enn eftir að mæta Danmörku í Viborg næstkomandi þriðjudag. Umspil þetta fer fram í febrúar og erfitt er að sjá að nokkur möguleiki sé á að liðið geti leikið heimaleik þar. Nokkuð sem Steini hafði ákveðnar skoðanir á.

„Við vijum náttúrulega spila heima á Laugardalsvelli. Mér finnst bara sorglegt hvernig komið er fyrir fótboltanum á Íslandi að við séum ekki komin lengra en þetta. Íþróttamálaráðherra hefur voðalega lítið gert fyrir fótboltann hingað til og hann talar reyndar bara um þjóðarhöll. Hann hefur held ég aldrei mætt á landsleik þannig að ég held að hann geti alveg farið að skoða sinn gang. Allavega ætla ég ekki að kjósa hann.“
Athugasemdir
banner