Þorsteinn Aron Antonsson er genginn í raðir HK en félagið hefur náð samkomulagi við Val um kaup á varnarmanninum. Önnur félög höfðu augastað á honum en HK varð lendingin.
Þorsteinn Aron er 21 árs miðvörður sem gekk í raðir Vals fyrir rúmu ári síðan og lék á láni hjá HK á síðasta tímabili.
Selfyssingurinn gerir þriggja ára samning við HK. Á síðasta tímabili kom hann við sögu í 25 leikjum og skoraði þrjú mörk, voru öll þeirra sigurmörk gegn Fram.
Þorsteinn Aron er 21 árs miðvörður sem gekk í raðir Vals fyrir rúmu ári síðan og lék á láni hjá HK á síðasta tímabili.
Selfyssingurinn gerir þriggja ára samning við HK. Á síðasta tímabili kom hann við sögu í 25 leikjum og skoraði þrjú mörk, voru öll þeirra sigurmörk gegn Fram.
Hann hefur spilað með Selfossi og HK á sínum ferli og hefur einnig verið á mála hjá Fulham, Stjörnunni og Val.
„Það er mikil ánægja með að Þorsteinn sé orðinn HK-ingur og hlökkum við mikið til að sjá hann blómstra í rauðu og hvítu treyjunni!" segir í tilkynningu HK.
HK féll úr Bestu deildinni á síðasta tímabili og markmið liðsins er að fara aftur upp. Hermann Hreiðarsson er þjálfari HK.
HK
Komnir
Aron Kristófer Lárusson frá Þór
Rúrik Gunnarsson frá KR
Dagur Ingi Axelsson frá Fjölni
Haukur Leifur Eiríksson frá Þrótti Vogum
Eiður Atli Rúnarsson frá ÍBV (var á láni)
Ólafur Örn Ásgeirsson frá Völsungi (var á láni)
Farnir
Atli Þór Jónasson til Víkings R.
Dagur Örn Fjeldsted í Breiðablik (var á láni)
Eiður Gauti Sæbjörnsson í KR
Birkir Valur Jónsson í FH
Atli Hrafn Andrason í KR
Samningslausir
Christoffer Petersen (1997)
Tareq Shihab (2001)
Stefán Stefánsson (2004)
Andri Már Harðarson (2002)
Athugasemdir