Tottenham heimsækir Anfield í kvöld og mætir þar heimamönnum í Liverpool. Leikurinn er seinni leikur liðanna í undanúrslitum deildabikarsins en Tottenham leiðir einvígið 1-0 eftir fyrri leikinn, Svíinn Lucas Bergvall skoraði markið.
Frá því að Tottenham vann Liverpool 1-3 í deildabikarnum í nóvember 1998 hafa liðin mæst 27 sinnum. Einungis einu sinni hefur Tottenham unnið en það gerðist í deildarleik liðanna 15. maí 2011. Rafael van der Vaart og Luka Modric skoruðu mörkin í 0-2 útisigri Spurs.
Frá því að Tottenham vann Liverpool 1-3 í deildabikarnum í nóvember 1998 hafa liðin mæst 27 sinnum. Einungis einu sinni hefur Tottenham unnið en það gerðist í deildarleik liðanna 15. maí 2011. Rafael van der Vaart og Luka Modric skoruðu mörkin í 0-2 útisigri Spurs.
Liverpool hefur frá 1998 19 sinnum unnið leiki liðanna á Anfield og sjö sinnum hafa liðin gert jafntefli.
Átta sinnum hefur Liverpool unnið með tveimur mörkum eða meira. Síðasti leikur liðanna á Anfield fór fram í maí í fyrra og þá vann Liverpool 4-2. Mo Salah, Andy Robertson, Cody Gakpo og Harvey Elliott skoruðu mörk Liverpool en þeir Richarlison og Heung-min Son minnkuðu muninn fyrir Tottenham á síðustu 20 mínútum leiksins.
Ef Liverpool verður einu marki yfir í kvöld eftir venjulegan leiktíma (90 mínútur plús uppbótartíma) þá verður gripið til framlengingar. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og er í beinni á Vodafone Sport/Viaplay.
Athugasemdir