Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
   fim 06. febrúar 2025 12:00
Elvar Geir Magnússon
Stuðningsmenn Man City mótmæla miðaverði
Stuðningsmenn Manchester City.
Stuðningsmenn Manchester City.
Mynd: EPA
Sjö stór stuðningsmannafélög Manchester City hafa í sameiningu sent opið bréf til félagsins þar sem hækkandi miðaverði er mótmælt. Sagt er að hætta sé á að dyggum stuðningsmönnum sé haldið frá leikjum vegna miðaverðsins.

Bréfið er stílað á stjórnarformanninn Khaldoon al-Mubarak og þar er bent á að félagið hafi skilað hagnaði öll tímabil síðan 2014, ef undanskilið er ár þar sem Covid heimsfaraldurinn hafði áhrif.

„Félagið er fljótt að leggja áherslu á tengsl sín við Manchester.
Í nýjustu ársskýrslu okkar talaði framkvæmdastjórinn Ferran Soriano um ást sína á borginni,"
segir í bréfinu.

„Það þarf að gæta þess að missa ekki þá tengingu. Hvað væri þetta félag án Manchester? Gælunafn okkar, the Citizens, vísar til róta okkar í borginni. Með því að gera það nánast ómögulegt að fá hefðbundinn ársmiða er City að rjúfa kynslóðatengslin á milli stuðningsmanna og félagsins."
Athugasemdir
banner
banner
banner