Ísland 4 - 1 Portúgal
1-0 Agla María Albertsdóttir ('2)
2-0 Selma Sól Magnúsdóttir ('38)
3-0 Margrét Lára Viðarsdóttir ('88)
3-1 Mónica Mendes ('89)
4-1 Svava Rós Guðmundsdóttir ('90)
1-0 Agla María Albertsdóttir ('2)
2-0 Selma Sól Magnúsdóttir ('38)
3-0 Margrét Lára Viðarsdóttir ('88)
3-1 Mónica Mendes ('89)
4-1 Svava Rós Guðmundsdóttir ('90)
Íslenska kvennalandsliðið endaði í 9. sæti á Algarve mótinu eftir 4-1 sigur á Portúgal í dag.
Agla María Albertsdóttir kom Íslandi á bragðið strax á 2. mínútu eftir stoðsendingu frá Elínu Mettu Jensen. Rúmum fimm mínútum fyrir hálfleik tvöfaldaði Selma Sól Magnúsdóttur forystuna með marki innan teigs eftir sendingu frá Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur.
Það var síðan ekki fyrr en undir lok leiks sem opnuðust flóðgáttir. Á 88. mínútu leiksins kom varamaðurinn, Margrét Lára Viðarsdóttir Íslandi í 3-0.
Mínútu seinna minnkuðu Portúgalar muninn en íslensku stelpurnar voru ekkert hættar og bættu við fjórða markinu á 90. mínútu þegar annar varamaður, Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði síðasta mark leiksins eftir stoðsendingu frá Margrétu Láru og 4-1 sigur staðreynd.
Byrjunarlið Íslands:
Sandra Sigurðardóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir (73 Guðrún Arnardóttir)
Sif Atladóttir
Ásta Eir Árnadóttir
Andrea Rán Hauksdóttir
Sigríður Lára Garðarsdóttir
Agla María Albertsdóttir (80 Rakel Hönnudóttir)
Elín Metta Jensen (73 Dagný Brynjarsdóttir)
Selma Sól Magnúsdóttir (80 Svava Rós Guðmundsdóttir)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (64 Margrét Lára Viðarsdóttir)
Athugasemdir