Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
   mán 06. mars 2023 12:40
Elvar Geir Magnússon
Hefjum nýja undankeppni án fyrirliðans
Icelandair
Þann 23. mars hefur Ísland leik í undankeppni EM þegar leikið verður gegn Bosníu/Hersegóvínu í borginni Zenica. Nokkrum dögum síðar er útileikur gegn Liechtenstein.

Auk þessara liða eru Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg í riðlinum en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi 2024. Möguleikar Íslands eru því nokkuð góðir en fastlega má gera ráð fyrir því að Portúgal vinni riðilinn en hart verði barist um annað sætið.

Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði tekur út leikbann gegn Bosníu. Aron fékk reisupassann á upphafsmínútum leiksins í 1-1 jafntefli Íslands gegn Albaníu ytra í Þjóðadeildinni í september í fyrra.

Þetta var í annað sinn sem Aroni er vikið af velli í leik með Íslandi en fyrsta skiptið sem hann fær beint rautt spjald.

Ekki hefur verið tilkynnt hvenær Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari mun opinbera landsliðshópinn.
Athugasemdir