mán 06. mars 2023 00:02
Brynjar Ingi Erluson
Shaw: Eina sem ég get gert er að biðjast afsökunar
Mynd: Getty Images
Luke Shaw, bakvörður Manchester United, finnur til með stuðningsmönnunum að hafa þurft að horfa upp á liðið tapa fyrir erkifjendum þeirra í Liverpool, 7-0, á Anfield.

Man Utd var á góðri siglingu í deildinni og virtist sem öll vandamál frá síðustu leiktíð væru horfin en svo er aldeilis ekki.

Liðið tapaði 7-0 á Anfield og er þetta stærsta tap síðan liðið tapaði með sömu markatölu fyrir Wolves fyrir 92 árum.

Shaw bað stuðningsmenn félagsins afsökunar í viðtali við Viaplay eftir leik.

„Það er mjög erfitt að útskýra þetta. Við vorum hvergi nálægt því sem við höfum verið að gera á þessu tímabili,“ sagði Shaw við Viaplay.

„Ég finn til með stuðningsmönnunum og fólkinu sem var að fylgjast með okkur. Ég finn fyrir skömm og eina sem ég get gert er að biðjast afsökunar. Það verður ekki auðvelt að horfa á þetta aftur en Ten Hag mun láta okkur horfa á þetta aftur og sýna okkur hvað við þurfum að læra frá þessari niðurlægingu,“ sagði Shaw.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner