Liverpool undirbýr tilboð í Kerkez - West Ham reynir að fá Gomes - Man Utd skoðar markverði
   fim 06. mars 2025 18:35
Ívan Guðjón Baldursson
Alisson bestur - Rogers og tveir úr Arsenal í liði umferðarinnar
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Evrópska fótboltasambandið UEFA er búið að gefa út draumalið vikunnar í Meistaradeildinni, þar sem Alisson Becker var besti leikmaður umferðarinnar eftir magnaða frammistöðu gegn PSG á Parc des Princes í gærkvöldi.

Alisson varði hvert skotið fætur öðru til að hjálpa Liverpool að stela 0-1 sigri gegn afar sprækum heimamönnum. Hann er því valinn sem leikmaður umferðarinnar, en Rodrygo kantmaður Real Madrid var í öðru sæti.

Rodrygo átti frábæran leik og skoraði glæsilegt mark í 2-1 sigri gegn nágrönnunum í Atlético Madrid.

Harry Kane er í þriðja sæti eftir að hafa skorað tvennu í 3-0 sigri FC Bayern gegn Bayer Leverkusen og kemur Martin Ödegaard í fjórða sæti eftir stórsigur Arsenal á útivelli gegn PSV Eindhoven.

Morgan Rogers leikmaður Aston Villa er í liði umferðarinnar ásamt Jurriën Timber, Alisson og Ödegaard.

Markvörður
Alisson (Liverpool)

Varnarmenn
Jurriën Timber (Arsenal)
Benjamin Pavard (Inter)
Emre Can (Dortmund)
Maxim De Cuyper (Club Brugge)

Miðjumenn
Pedri (Barcelona)
Martin Ödegaard (Arsenal)
Morgan Rogers (Aston Villa)

Sóknarleikmenn
Rodrygo (Real Madrid)
Raphinha (Barcelona)
Harry Kane (FC Bayern)
Athugasemdir
banner
banner
banner