Liverpool undirbýr tilboð í Kerkez - West Ham reynir að fá Gomes - Man Utd skoðar markverði
   fim 06. mars 2025 12:30
Elvar Geir Magnússon
Bretland vill halda HM kvenna 2035
Mynd: EPA
Fótboltasambönd Englands, Norður-Írlands, Skotlands og Wales munu síðar í þessum mánuði skila inn formlegri umsókn um að halda HM kvenna 2035.

Mögulegt er að 48 lið taki þátt á mótinu en stjórn FIFA ákvað það á fundi sínum í gær að það yrði annað hvort í Afríku eða í Evrópu.

„Það yrði algjör heiður að fá að halda HM kvenna 2035. Við teljum okkur geta boðið upp á magnað mót og byggt ofan á EM kvenna 2022 og vaxandi vinsældir kvennafótbolta á Englandi," segir Mark Bullingham, framkvæmdastjóri enska sambandsins.

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, heitir fullum stuðningi ríkisstjórnarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner