Það fara fjórir leikir fram í Evrópudeildinni í kvöld og hafa byrjunarliðin verið tilkynnt.
Leikir kvöldsins eru áhugaverðir en mesta áhorfið liggur vafalaust í heimaleikjum Ajax og AS Roma gegn Eintracht Frankfurt og Athletic Bilbao.
Jordan Henderson er með fyrirliðabandið hjá Ajax og er partur af sterku byrjunarliði sem inniheldur einnig menn á borð við Brian Brobbey, Bertrand Traoré og Kenneth Taylor meðal annars. Steven Berghuis og Daniele Rugani eru meðal varamanna.
Í byrjunarliði Frankfurt má finna Hugo Ekitike, Kevin Trapp, Rasmus Kristensen og Arthur Theate meðal annars, með Michy Batshuayi, Elye Wahi og Mahmoud Dahoud á bekknum.
Paulo Dybala og Artem Dovbyk eru þá á sínum stað í sóknarlínu Roma, rétt eins og bræðurnir Inaki og Nico Williams byrja á sitthvorum kantinum í liði gestanna frá Bilbao.
Bæði lið mæta til leiks með sterk byrjunarlið og mikið af góðum möguleikum á varamannabekkjunum. Rómverjar eru með sérstaklega öflugan bekk þar sem má finna leikmenn á borð við Lorenzo Pellegrini, Matías Soulé og Mats Hummels.
Bodö/Glimt hefur spilað gríðarlega skemmtilegan fótbolta í Evrópukeppnum undanfarinna ára og mætir Olympiakos í stórskemmtilegum slag, en Gelson Martins, Roman Yaremchuk og Chiquinho eru allir í byrjunarliði grísku gestanna.
Marco Baroni þjálfari Lazio mætir að lokum til leiks með sitt besta byrjunarlið í fjarveru meiddra byrjunarliðsmanna á borð við Mattia Zaccagni og Taty Castellanos. Fyrrum úrvalsdeildarleikmaðurinn Matej Vydra er partur af sóknarlínu tékkneska heimaliðsins, Viktoria Plzen.
Ajax: Pasveer, Gaaei, Sutalo, Baas, Hato, Mokio, Henderson, Taylor, Traore, Brobbey, Godts
Frankfurt: Trapp, Kristensen, Collins, Tuta, Theate, Knauff, Larsson, Skhiri, Gotze, Ekitike, Bahoya
Roma: Svilar, Celik, Mancini, Ndicka, Rensch, Angelino, Pisilli, Cristante, Baldanzi, Dybala, Dovbyk
Athletic: Agirrezabala, De Marcos, Vivian, Alvarez, Berchiche, Galarreta, Jauregizar, I.Williams, Gomez, N.Williams, Sannadi
Bodo/Glimt: Halkin, Sjovold, Gundersen, Bjortuft, Bjorkan, Evjen, Berg, Fet, Blomberg, Hauge, Hogh
Olympiakos: Tzolakis, Rodinei, Biancone, Carmo, Ortega, Hezze, Mouzakitis, Martins, Chiquinho, Palma, Yaremchuk
Plzen: Jedlicka, Dweh, Markovic, Jemelka, Memic, Cerv, Kalvach, Cadu, Suic, Vydra, Durosinmi
Lazio: Provedel, Marusic, Gigot, Romagnoli, Tavares, Guendouzi, Rovella, Isaksen, Pedro, Noslin, Dia
Athugasemdir