Paulo Fonseca, stjóri Lyon, hefur verið dæmdur í níu mánaða bann frá fótbolta fyrir að öskra á dómara í 2-1 sigri Lyon gegn Brest.
„Níu mánuðir fyrir nokkurra sekúndna öskur? Þessi ákvörðun er skandall og algjörlega fáránleg. Sanngjarnt réttlæti takk en ekki pólitíska aftöku!“ skrifaði eiginkona hans á samfélagsmiðla.
„Níu mánuðir fyrir nokkurra sekúndna öskur? Þessi ákvörðun er skandall og algjörlega fáránleg. Sanngjarnt réttlæti takk en ekki pólitíska aftöku!“ skrifaði eiginkona hans á samfélagsmiðla.
Fonseca fékk að líta rauða spjaldið í leiknum og brást afar illa við. Hann óð að dómaranum og öskraði framan í hann og rak ennið sitt lauslega í enni hans. Frönsk fótboltayfirvöld líta á þetta atvik sem ofbeldisfulla hegðun og tilraun til árásar.
Fonseca tók við Lyon í lok janúarmánaðar og hafði aðeins stýrt liðinu í fimm leikjum.
Sitt sýnist hverjum um þessa ströngu refsingu og margir telja að hún sé ekki í samræmi við refsingar fyrir önnur agabrot sem uppi hafa komið.
After only 5 games in charge, Lyon manager Paulo Fonseca has been served a 9-month ban.
— Terrible Football (@TerribleFutbol) March 5, 2025
Was the punishment too extreme? pic.twitter.com/yNXhAw0TQ1
Athugasemdir