Hlakkar til að spila með Neymar
Táningurinn efnilegi Estevao Willian hefur verið kallaður upp í landsliðshóp Brasilíu sem spilar stórleiki við Kólumbíu og Argentínu í landsleikjahlénu í mars.
Estevao er aðeins 17 ára gamall en hefur verið í miklu stuði með Palmeiras í heimalandinu, þar sem hann hefur komið að 30 mörkum í 57 leikjum þrátt fyrir ungan aldur.
Hann er kallaður 'Messinho' í heimalandinu vegna líkinda hans við argentínsku goðsögnina Lionel Messi. Estevao er lágvaxinn hægri kantmaður með snöggar hreyfingar, góða útsjónasemi og frábæran vinstri fót.
Estevao, sem gengur til liðs við Chelsea næsta sumar, er valinn í brasilíska landsliðshópinn framyfir Endrick, 18 ára framherja Real Madrid sem er með 3 mörk í 13 A-landsleikjum. Estevao hefur áður komið við sögu í fjórum A-landsleikjum.
Miðjumaðurinn Éderson er þá einnig skilinn eftir heima ásamt Joao Gomes, sem er lykilmaður í liði Wolves og á 9 landsleiki að baki.
Antony, kantmaður Manchester United á láni hjá Real Betis, er heldur ekki með í hópnum.
Neymar, sem gekk aftur í raðir Santos í vetur, er í landsliðshópnum í fyrsta sinn síðan 2023.
„Þetta er mjög sérstakt fyrir mig útaf því að Neymar er goðsögn, hann hefur verið átrúnaðargoðið mitt síðan ég var ungur. Ég mun reyna að læra eins mikið og ég get meðan ég er með Ney og restinni af landsliðinu," sagði Estevao.
Landsliðshópurinn:
Alisson
Bento
Ederson
Vanderson
Wesley
Arana
Gabriel
Danilo
Leo Ortiz
Marquinhos
Murillo
André
Bruno Guimaraes
Gerson
Joelinton
Matheus Cunha
Neymar Jr.
Estevao
Joao Pedro
Raphinha
Rodyrgo
Savinho
Vinicius Jr.
Athugasemdir