Liverpool undirbýr tilboð í Kerkez - West Ham reynir að fá Gomes - Man Utd skoðar markverði
   fim 06. mars 2025 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Evrópu- og Englandsmeistari leggur skóna á hilluna
Mynd: EPA
Alvaro Negredo tilkynnti í dag að skórnir væru komnir upp í hillu. Hann birti myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann hengdi skóna upp á snaga.

Negredo er 39 ára Spánverji sem fæddur er í Madríd og uppalinn hjá Rayo Vallecano. Hann lék einnig með Almería, Sevilla, Manchester City, Valencia, Middlesbrough, Besiktas, Al-Nasr (UAE), Cadiz og Valladolid á ferlinum. Hann var á sínum tíma á mála hjá Real Madrid en lék ekki deildarleik með liðinu.

Hann skoraði 290 mörk í 755 leikjum með félagsliðum og tíu mörk í 21 landsleikjum. Hann vann spænska bikarinn með Sevilla 2010, ensku úrvalsdeildina og deildabikarinn með City 2014 og EM með spænska landsliðinu 2012. Hann skoraði alls 18 mörk í 68 leikjum í ensku úrvalsdeildinni, níu fyrir bæði Boro og City. Hans besta tímabil á ferlinum var 2012-13 með Sevilla þegar hann skoraði 31 mark í 42 leikjum með Sevilla.

Þrátt fyrir að hafa skorað 25 mörk í spænsku deildinni 2012-13 varð hann einungis í fjórða sæti í keppninni um markakóngstitilinn. Lionel Messi skoraði 46 mörk fyrir Barcelona, Cristiano Ronaldo skoraði 34 fyrir Real Madrid og Radamel Falcao skoraði 28 fyrir Atletico Madrid.


Athugasemdir
banner
banner