Það eru sjö leikir á dagskrá í Lengjubikarnum í dag og í kvöld, þar sem tveir leikir fara fram í A-deild karla.
KR tekur þar á móti ÍBV og getur svo gott sem tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri, á meðan HK spilar við ÍR. ÍR-ingar hafa byrjað Lengjubikarinn vel og eru í baráttu við Aftureldingu og Þór um að komast í undanúrslitin á meðan HK er án stiga.
Fylkir spilar þá við Fram í A-deild kvenna og eru fjórir leikir á dagskrá í B-deild kvenna og C-deild karla.
FH spilar að lokum æfingaleik við norska félagið Rosenborg í Marbella eftir að hafa náð jafntefli við Vålerenga á dögunum.
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 3
19:00 HK-ÍR (Kórinn)
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 4
13:30 KR-ÍBV (KR-völlur)
Lengjubikar karla - C-deild, riðill 1
20:00 KH-Hafnir (Valsvöllur)
Lengjubikar karla - C-deild, riðill 3
20:00 SR-Hamar (Þróttheimar)
Lengjubikar karla - C-deild, riðill 4
20:30 Léttir-Afríka (ÍR-völlur)
Lengjubikar kvenna - A-deild, riðill 1
18:00 Fylkir-Fram (Würth völlurinn)
Lengjubikar kvenna - B-deild
19:00 Haukar-HK (Knatthús Hauka)
Athugasemdir