Liverpool undirbýr tilboð í Kerkez - West Ham reynir að fá Gomes - Man Utd skoðar markverði
   fim 06. mars 2025 08:30
Elvar Geir Magnússon
Liverpool undirbýr tilboð í Kerkez - Man Utd skoðar markverði
Powerade
Milos Kerkez (til vinstri) í leik gegn Liverpool.
Milos Kerkez (til vinstri) í leik gegn Liverpool.
Mynd: EPA
James Trafford.
James Trafford.
Mynd: EPA
Liverpool vill bakvörð Bournemouth, West Ham reynir að fá miðjumann frá Lille og Manchester United skoðar mögulega kosti í stað Onana í markið. Slúðurpakkinn er kominn úr prentun.

Liverpool hyggst bjóða 40 milljónir punda í ungverska vinstri bakvörðinn Milos Kerkez (21) hjá Bournemouth. (Telegraph)

West Ham er að reyna að fá enska miðjumanninn Angel Gomes (24) á frjálsri sölu frá Lille í sumar. (Guardian)

Manchester United skoðar markvarðamál sín og hefur horft til James Trafford (22) hjá Burnley og Joan Garcia (23) hjá Espanyol. Efasemdarraddir hafa verið um kamerúnska landsliðsmanninn Andre Onana (28). (Teamtalk)

Real Madrid hefur áhuga á franska varnarmanni Liverpool, Ibrahima Konate (25) hjá Liverpool. (Mail)

Real hefur einnig mikinn áhuga á spænska varnarmanninum Dean Huijsen (19) hjá Bournemouth. Hann er með um 50 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum. (Talksport)

Barcelona hefur áhuga á að fá brasilíska miðjumanninn Bruno Guimaraes (27) frá Newcastle. Arsenal og Manchester City hafa einnig áhuga. (CaughtOffside)

Antony (25), kantmaður Manchester United og Brasilíu, hefur lýst yfir vilja til að vera áfram hjá Real Betis þegar lánstíma hans hjá spænska félaginu lýkur. (Canal Sur)

Liverpool er nýjasta félagið sem sýnir Benjamin Sesko (21), sóknarmanni RB Leipzig, áhuga. Slóveninn vill frekar fara til London þar sem Arsenal og Chelsea vilja fá hann. (TBR)

Tottenham gæti losað sig við Yves Bissouma (28) í sumar þar sem félagið vill endurnýja kosti sína á miðsvæðinu. (Football Insider)

West Ham hefur spurst fyrir um Tammy Abraham (27), framherja Roma sem er á láni hjá AC Milan. (Teamtalk)

Newcastle er að íhuga að gera tilboð í Moise Kean (25), ítalskan framherja Fiorentina. (GiveMesport)

Everton væri opið fyrir því að kaupa brasilíska framherjann Richarlison (27) til baka frá Tottenham. (TBR)

Joshua Kimmich (30), miðjumaður Bayern Munchen og Þýskalands, hefur ekki áhuga á að ganga til liðs við Arsenal á frjálsri sölu í sumar. Paris St-Germain hefur einnig áhuga á honum. (Bild)
Athugasemdir
banner
banner
banner