Liverpool undirbýr tilboð í Kerkez - West Ham reynir að fá Gomes - Man Utd skoðar markverði
   fim 06. mars 2025 15:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lofsömuðu Rooney en Jökull sá þetta ekki í honum
Rooney á landsliðsæfingu 2003.
Rooney á landsliðsæfingu 2003.
Mynd: EPA
Mynd af Jökli frá 2005.
Mynd af Jökli frá 2005.
Mynd: Fótbolti.net - Hjalti Þór Hreinsson
Jökull Elísabetarson, sem í dag er þjálfari Stjörnunnar, þótti á sínum tíma mjög efnilegur leikmaður. Hann var byrjaður að spila með KR á 17. aldursári og ári síðar, 2002, lék hann alla 18 leikina þegar KR varð Íslandsmeistari. Jökull var unglingalandsliðsmaður og lék alls 17 leiki fyrir yngri landsliðin.

Veturinn 2000/01 fóru þeir Jökull, Ólafur Páll Johnson og Hannes Þ. Sigurðsson til Everton. Jökull ræddi um reynsluna til Everton í hlaðvarpsþættinum Chess After Dark.

„Ég fór á reynslu til Everton einu sinni, það var eftir eitthvað U16/U17 verkefni," sagði Jökull í þættinum.

Þáttarstjórnandinn Leifur Þorsteinsson skaut því þá inn í að Jökli hafi fundist einn leikmaður í Everton „ekki vera neitt spes".

Jökull hló og svaraði svo: „Það var mjög áhugavert og fínt að fá það í dagsljósið. Við fórum þrír út á reynslu og það var búið að pikka okkur út fyrir völlinn. Það var þarna einn leikmaður, einu ári yngri, við vorum að æfa með 19 ára liðinu og hann var kominn upp í U19. Hann leit út þá eins og hann gerði þegar hann var 32 ára. Karlarnir sem voru að spjalla við okkur fyrir utan hliðarlínuna bentu okkur á þennan gæja, fóru vel yfir það að félagið væri að reiða sig á hann; að hann myndi leiða félagið inn í bjartari tíma í úrvalsdeildinni."

„Ég sá það ekki. En svo kemur hann inn í liðið og skorar fyrsta úrvalsdeildarmarkið gegn Arsenal. Við erum að tala um Wayne Rooney."

„Hann var „beast", stór og sterkur, en ég sá þetta (það sem síðar kom) ekki í honum,"
sagði Jökull.

Markið hjá Rooney kom í október 2002 og sumarið 2004 var hann keyptur til Manchester United og átti þar eftir að verða markahæsti leikmaður í sögu félagsins. Hann er í dag þriðji markahæsti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar. Hann er næst markahæsti og næst leikjahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins með 53 mörk skoruð í 120 leikjum.

Athugasemdir
banner
banner