Liverpool undirbýr tilboð í Kerkez - West Ham reynir að fá Gomes - Man Utd skoðar markverði
   fim 06. mars 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mónika og Melkorka semja við HK
Mynd: HK
Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir er búin að gera samning við HK eftir að hafa spilað 7 leiki í Lengjudeildinni í fyrra.

Mónika er fædd 1998 og hefur spilað 14 leiki í efstu deild, þegar hún var partur af liði KR sumarið 2018.

Hún kemur með þokkalega reynslu inn í lið HK sem leikur áfram í Lengjudeildinni eftir að hafa endað í fjórða sæti í fyrra.

Melkorka Mirra Aradóttir er þá búin að gera þriggja ára samning við HK. Hún hefur komið sterk inn í meistaraflokkinn í vetur en þetta er hennar fyrsti samningur við félagið.

Melkorka er fædd 2009 og því aðeins á sextánda aldursári. Hún er uppalin hjá HK og hefur spilað þrjá leiki í Lengjubikarnum í vetur.

„Mellý er fyrirmyndar íþróttakona, fljót og sterk og með sterkan haus. Þar fyrir utan er hún með mikið keppnisskap og leggur sig alltaf 100% fram í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún hefur verið til fyrirmyndar og ég vona svo sannarlega að hún haldi áfram að þeirri braut, þá eru henni allir vegir færir," segir Pétur Rögnvaldsson þjálfari HK.
Athugasemdir
banner