Liverpool undirbýr tilboð í Kerkez - West Ham reynir að fá Gomes - Man Utd skoðar markverði
   fim 06. mars 2025 09:41
Elvar Geir Magnússon
Neuer meiddist þegar hann fagnaði marki - Ekki með í seinni leiknum
Jonas Urbig kom inn fyrir Manuel Neuer á 58. mínútu í gær.
Jonas Urbig kom inn fyrir Manuel Neuer á 58. mínútu í gær.
Mynd: EPA
Kane og Musiala skoruðu mörk Bayern í gær.
Kane og Musiala skoruðu mörk Bayern í gær.
Mynd: EPA
Bayern München er komið með annan fótinn í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir þægilegan 3-0 sigur gegn Bayer Leverkusen í fyrri leik liðanna í gær.

Harry Kane kom Bayern yfir snemma leiks, Jamal Musiala töfaldaði forystuna eftir markmannsmistök Matej Kovar og Kane skoraði svo 31. mark sitt á tímabilinu af vítapunktinum.

Bayern yfirspilaði Leverkusen stóran hluta leiksins og Kane segir að liðið hafi sent ákveðin skilaboð.

„Þetta er Meistaradeildin. Þetta er stærsta sviðið af öllum. Við vorum að spila gegn liði sem hefur verið magnað síðustu tvö tímabili. Við vorum að senda skilaboð til allra, líka okkar sjálfra," sagði Kane við TNT Sports eftir leikinn.

Kane er með níu mörk í Meistaradeildinni á tímabilinu en enginn annar enskur leikmaður hefur skorað fleiri mörk á einu tímabili í keppninni.

Neuer missir af næstu leikjum
Þetta var frábært kvöld fyrir Bayern, eini vondi bletturinn voru meiðsli markvarðarins Manuel Neuer. Hann varð fyrir vöðvameiðslum í kálfa og þurfti að yfirgefa völlinn. Hann varð fyrir meiðslunum þegar hann fagnaði öðru marki Bayern í leiknum.

Neuer missir af næstu leikjum liðsins, þar á meðal seinni leiknum gegn Leverkusen. Hinn 21 árs gamli Jonas Urbig kom inn af bekknum og lék sinn fyrsta leik fyrir Bayern í gær. Urbig var keyptur til Bayern frá Köln í janúarlugganum en hann hefur leikið fyrir öll yngri landslið Þýskalands.

Sven Ulreich var þiðji markvörður Bayern á skýrslu í gær. Hann horfði á leikinn borgaralega klæddur í stúkunni við hlið kærustu sinnar, þar til Neuer meiddist. Þá fór Ulreich á bekkinn, tilbúinn að koma inn ef Urbig þyrfti að fara af velli.



Athugasemdir
banner
banner