Real Madrid sigraði Atlético Madrid í Meistaradeildinni og var það 300. sigur liðsins frá upphafi keppninnar.
Real Madrid er langsigursælasta lið Meistaradeildarinnar og er jafnframt liðið sem hefur sigrað flesta leiki, tapað flestum leikjum og gert flest jafntefli. Þá er ekkert lið sem hefur skorað jafn mikið af mörkum í keppninni og Real Madrid, eða fengið jafn mörg mörk á sig.
Þetta er mögnuð tölfræði hjá þessu stórveldi sem hefur sigrað 300 leiki, gert 85 jafntefli og tapað 113 leikjum í Meistaradeildinni og Evrópukeppni meistaraliða eins og hún hét áður.
Real Madrid sigraði 2-1 á heimavelli gegn nágrönnum sínum í Atlético í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum.
Athugasemdir