Síðustu leikjum kvöldsins er lokið í Sambandsdeild Evrópu, þar sem NK Celje, Pafos FC og Jagiellonia unnu á heimavelli á meðan Borac Banja Luka gerði jafntefli við Rapid frá Vínarborg.
NK Celje sigraði gegn Lugano frá Sviss er liðin mættust í Slóveníu. Lugano var sterkari aðilinn í leiknum en tókst ekki að skora þrátt fyrir góð færi. Lokatölur urðu 1-0 fyrir Celje.
Pafos FC lagði þá sænska félagið Djurgården að velli í Kýpur. Pafos var sterkari aðilinn og skoraði Muamer Tankovic eina mark leiksins á 65. mínútu. Tankovic þekkir vel til í sænska boltanum eftir að hafa verið einn af betri leikmönnum efstu deildar á dvöl sinni hjá Hammarby.
Pafos verðskuldaði sigurinn og ríkir mikil eftirvænting fyrir seinni leikinn sem fer fram í Stokkhólmi.
Pólska félagið Jagiellonia vann þá auðveldan sigur á Cercle Brugge, liði sem Víkingur R. sigraði í deildarkeppninni. Staðan var markalaus eftir jafnan fyrri hálfleik en Cercle Brugge missti mann af velli með rautt spjald í síðari hálfleik og sigraði Jagiellonia að lokum 3-0.
Afimico Pululu skoraði tvennu, fyrra markið úr vítaspyrnu en það seinna með glæsilegri bakfallsspyrnu.
Borac Banja Luka, sem Víkingur R. sigraði í deildarkeppninni, gerði 1-1 jafntefli á heimavelli við Rapid Vín eftir jafna viðureign.
Gestirnir frá Vín tóku forystuna í fyrri hálfleik en heimamenn í Bosníu fengu dæmda vítaspyrnu á 92. mínútu svo lokatölurnar urðu 1-1.
Celje 1 - 0 Lugano
1-0 Tamar Svetlin ('23 )
Rautt spjald: Antonios Papadopoulos, Lugano ('90)
Pafos FC 1 - 0 Djurgarden
1-0 Muamer Tankovic ('65 )
Jagiellonia 3 - 0 Cercle Brugge
1-0 Afimico Pululu ('69 , víti)
2-0 Taras Romanczuk ('75 )
3-0 Afimico Pululu ('78 )
Rautt spjald: Abu Francis, Cercle Brugge ('59)
Borac BL 1 - 1 Rapid
0-1 Dion Beljo ('34 )
1-1 David Vukovic ('90 , víti)
Athugasemdir