Liverpool undirbýr tilboð í Kerkez - West Ham reynir að fá Gomes - Man Utd skoðar markverði
   fim 06. mars 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Sambandsdeildin í dag - Chelsea heimsækir Kaupmannahöfn
Mynd: EPA
Mynd: Fiorentina
16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar fara af stað með spennandi viðureignum í dag þar sem FC Kaupmannahöfn fær stórveldi Chelsea í heimsókn.

Búist er við sigri Chelsea en ljóst þykir að heimamenn í liði FCK munu ekki gera gestunum sínum auðvelt fyrir. Rúnar Alex Rúnarsson er samningsbundinn FCK en mun ekki spila í leiknum.

Panathinaikos, sem sló Víking R. úr leik á umdeildan hátt, tekur þá á móti Fiorentina. Þar er um Íslendingaslag að ræða þar sem Sverrir Ingi Ingason er lykilmaður í liði Panathinaikos á meðan Albert Guðmundsson leikur fyrir Fiorentina. Hörður Björgvin Magnússon er ekki með vegna meiðsla.

Real Betis og Molde eiga svo heimaleiki við Legia Varsjá og Vitoria Guimaraes áður en kvöldleikirnir hefjast.

Djurgården heimsækir Pafos til Kýpur á meðan Jagiellonia fær Cercle Brugge í heimsókn til Póllands. NK Celje og Borac Banja Luka eiga einnig heimaleiki gegn Lugano og SK Rapid.

Leikir dagsins
17:45 Betis - Guimaraes
17:45 Panathinaikos - Fiorentina
17:45 Molde - Legia
17:45 FCK - Chelsea
20:00 Jagiellonia - Cercle Brugge
20:00 Celje - Lugano
20:00 Borac BL - Rapid
20:00 Pafos FC - Djurgarden
Athugasemdir
banner
banner
banner