Liverpool undirbýr tilboð í Kerkez - West Ham reynir að fá Gomes - Man Utd skoðar markverði
   fim 06. mars 2025 20:14
Ívan Guðjón Baldursson
Sambandsdeildin: Naumt hjá Chelsea í Kaupmannahöfn - Sverrir sigraði gegn Alberti
Molde með forystu - Antony lagði upp í jafntefli
Mynd: EPA
Mynd: Panathinaikos
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fjórum fyrstu leikjum kvöldsins er lokið í Sambandsdeild Evrópu, þar sem Chelsea heimsótti FC Kaupmannahöfn og úr varð furðu jafn leikur.

Chelsea hélt boltanum vel innan liðsins en fann ekki glufur á varnarleik FCK. Síðari hálfleikurinn var keimlíkur þeim fyrri nema að bæði lið nýttu færin sín.

Chelsea komst í tveggja marka forystu þökk sé Reece James og Enzo Fernández. James skoraði með laglegu skoti langt utan vítateigs áður en Fernández kláraði mjög vel úr þröngu færi eftir góða sendingu frá hinum 19 ára gamla Tyrique George, sem spilaði allan leikinn.

Gabriel Pereira minnkaði muninn með skalla eftir aukaspyrnu á 79. mínútu en FCK komst ekki nær og urðu lokatölur 1-2. Heimamenn í liði Kaupmannahafnar voru óheppnir að tapa eftir jafnan leik en núna bíður þeirra gífurlega erfitt ferðalag til Stamford Bridge.

Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn er Panathinaikos, sem rétt marði Víking R. í síðustu umferð, sigraði erfiðan heimaleik gegn Fiorentina sem hefur gert frábæra hluti í þessari keppni á undanförnum árum.

Panathinaikos komst í tveggja marka forystu snemma leiks en gestirnir frá Flórens jöfnuðu fyrir leikhlé eftir tvær stoðsendingar frá bakverðinum sókndjarfa Robin Gosens.

Tete tók forystuna fyrir Panathinaikos snemma í síðari hálfleik og átti Fiorentina engin svör. Albert Guðmundsson kom inn af bekknum á 75. mínútu en tókst ekki að hafa áhrif á lokatölurnar. Niðurstaðan 3-2 sigur Panathinaikos og er afar spennandi viðureign framundan í Flórens þegar liðin mætast aftur.

Brasilíski kantmaðurinn Antony var þá á sínum stað í byrjunarliði Real Betis og lagði upp í 2-2 jafntefli gegn Vitoria Guimaraes frá Portúgal.

Antony lagði fyrsta mark leiksins upp fyrir Cedric Bakambu og skoraði Isco annað mark Betis, sem nægði þó ekki til að sigra viðureignina. Betis var sterkara liðið á heimavelli en tókst ekki að hafa betur.

Molde sigraði að lokum 3-2 gegn Legia Varsjá frá Póllandi er liðin mættust í Noregi. Molde komst í þriggja marka forystu í fyrri hálfleik en Pólverjarnir svöruðu með tveimur mörkum eftir leikhlé.

Þetta var leikur tveggja hálfleika þar sem Molde var mun sterkara liðið fyrir leikhlé og Legia eftir hlé.

FC Kobenhavn 1 - 2 Chelsea
0-1 Reece James ('47 )
0-2 Enzo Fernandez ('65 )
1-2 Gabriel Pereira ('80 )

Panathinaikos 3 - 2 Fiorentina
1-0 Karol Swiderski ('5 )
2-0 Nemanja Maksimovic ('19 )
2-1 Lucas Beltran ('20 )
2-2 Nicolo Fagioli ('23 )
3-2 Tete ('55 )

Betis 2 - 2 Guimaraes
1-0 Cedric Bakambu ('48 )
1-1 Joao Mendes ('51 )
2-1 Alarcon Isco ('75 )
2-2 Nelson Oliveira ('81 )

Molde 3 - 2 Legia
1-0 Eirik Hestad ('11 )
2-0 Kristian Eriksen ('17 )
3-0 Fredrik Gulbrandsen ('43 )
3-1 Kacper Chodyna ('64 )
3-2 Luquinhas ('67 )
Athugasemdir
banner
banner
banner