Liverpool undirbýr tilboð í Kerkez - West Ham reynir að fá Gomes - Man Utd skoðar markverði
   fim 06. mars 2025 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Staðfestir að Yamal skrifar undir - Erfitt fyrir Ansu Fati
Yamal hefur komið að 27 mörkum í 35 leikjum það sem af er tímabils.
Yamal hefur komið að 27 mörkum í 35 leikjum það sem af er tímabils.
Mynd: EPA
Jorge Mendes umboðsmaður Lamine Yamal og Ansu Fati svaraði spurningum um skjólstæðinga sína í gær.

Hann staðfesti að Yamal er að gera nýjan samning við Barcelona á meðan staðan er aðeins flóknari hjá Ansu Fati.

„Lamine Yamal mun skrifa undir nýjan samning hjá Barca. Við erum búnir að funda saman og það er öruggt;" sagði Mendes og ræddi svo Ansu Fati.

„Ansu hefur sýnt að hann er góður í fótbolta og hann er við góða heilsu, núna þarf hann bara meiri spiltíma. Það er erfitt að komast að hjá sterku liði eins og Barcelona."

Ansu Fati er 22 ára gamall og á rúmlega tvö ár eftir af samningi við Barca. Hinn 17 ára gamli Yamal er með rúmt ár eftir af samningi sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner