Liverpool undirbýr tilboð í Kerkez - West Ham reynir að fá Gomes - Man Utd skoðar markverði
banner
   fim 06. mars 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Stelpurnar okkar aldrei komist ofar
Icelandair
Glódís Perla í leiknum gegn Frakklandi á dögunum.
Glódís Perla í leiknum gegn Frakklandi á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið er aftur komið upp í þrettánda sæti á heimslista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun.

Ísland fer upp um eitt sæti síðan síðasta útgáfa var gefin út og fer uppfyrir Ítalíu.

Ísland komst upp í 13. sæti í fyrra og er það besti árangur sem liðið hefur náð. Liðið lauk árinu í 14. sæti en er nú aftur komið upp í það þrettánda.

Í síðasta landsleikjaglugga gerði Ísland markalaust jafntefli við Sviss og tapaði 3-2 gegn Frökkum í tveimur útileikjum í Þjóðadeildinni.

Næsta verkefni liðsins eru leikir gegn Noregi og Sviss í Þjóðadeildinni og fara báðir leikirnir fram á Íslandi í byrjun næsta mánaðar. Svo í sumar verður stóra stundin í Sviss þar sem EM fer fram. Noregur, Sviss og Finnland eru í riðli með Íslandi.

Hér að neðan má sjá topp 20 listann en Elísabet Gunnarsdóttir og Belgía fara niður um eitt sæti á listanum.

Topp 20 - Heimslisti FIFA
1. Bandaríkin
2. Spánn
3. Þýskaland
4. England
5. Japan
6. Svíþjóð
7. Kanada
8. Brasilía
9. Norður-Kórea
10. Holland
11. Frakkland
12. Danmörk
13. Ísland
14. Ítalía
15. Noregur
16. Ástralía
17. Kína
18. Austurríki
19. Suður-Kórea
20. Belgía
Athugasemdir
banner
banner