
Íslenska kvennalandsliðið er aftur komið upp í þrettánda sæti á heimslista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun.
Ísland fer upp um eitt sæti síðan síðasta útgáfa var gefin út og fer uppfyrir Ítalíu.
Ísland fer upp um eitt sæti síðan síðasta útgáfa var gefin út og fer uppfyrir Ítalíu.
Ísland komst upp í 13. sæti í fyrra og er það besti árangur sem liðið hefur náð. Liðið lauk árinu í 14. sæti en er nú aftur komið upp í það þrettánda.
Í síðasta landsleikjaglugga gerði Ísland markalaust jafntefli við Sviss og tapaði 3-2 gegn Frökkum í tveimur útileikjum í Þjóðadeildinni.
Næsta verkefni liðsins eru leikir gegn Noregi og Sviss í Þjóðadeildinni og fara báðir leikirnir fram á Íslandi í byrjun næsta mánaðar. Svo í sumar verður stóra stundin í Sviss þar sem EM fer fram. Noregur, Sviss og Finnland eru í riðli með Íslandi.
Hér að neðan má sjá topp 20 listann en Elísabet Gunnarsdóttir og Belgía fara niður um eitt sæti á listanum.
Topp 20 - Heimslisti FIFA
1. Bandaríkin
2. Spánn
3. Þýskaland
4. England
5. Japan
6. Svíþjóð
7. Kanada
8. Brasilía
9. Norður-Kórea
10. Holland
11. Frakkland
12. Danmörk
13. Ísland
14. Ítalía
15. Noregur
16. Ástralía
17. Kína
18. Austurríki
19. Suður-Kórea
20. Belgía
Athugasemdir