Liverpool undirbýr tilboð í Kerkez - West Ham reynir að fá Gomes - Man Utd skoðar markverði
   fim 06. mars 2025 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Unglingalandsliðsmaður semur við Man Utd
Mynd: Manchester United
Hinn 19 ára gamli Ethan Wheatley hefur skrifað undir nýjan samning við Manchester United. Nýi samningurinn gildir til 2028 og er möguleiki á árs framlengingu.

Wheatley er unglingalandsliðsmaður og hefur verið hjá United frá níu ára aldri. Hann hefur spilað fjóra leiki fyrir aðalliðið eftir að hafa staðið sig vel með unglingaliðunum.

Hann er framherji sem var lykilmaður í U18 ára liði United sem vann þrjá titla á síðasta tímabili.

Hann lék vel með varaliðinu fyrir áramót og var í janúar lánaður til Walsall. Hann hefur spilað með U17-U19 liðum Englands.
Athugasemdir
banner
banner
banner