Liverpool undirbýr tilboð í Kerkez - West Ham reynir að fá Gomes - Man Utd skoðar markverði
   fim 06. mars 2025 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Bold 
Var settur í frystinn í Portúgal og ákvað að halda til Íslands
Mynd: Breiðablik
Tobias Thomsen gekk í raðir Breiðabliks frá portúgalska félaginu Torreense í upphafi vikunnar. Danski framherjinn lék í B-deild Portúgals þangað til núna í mars og í viðtali við danska miðilinn Bold fór hann yfir viðskilnaðinn við portúgalska félagið.

„Ég var mjög bjartsýnn fyrir árinu 2025, og ég byrjaði á því að skora sigurmark í uppbótartíma., en svo ákvað félagið að fara í aðra átt. Það vildi einbeita sér frekar að yngri leikmönnum og ég átti ekki að fá að spila mikið," segir Thomsen sem var ekki í hóp í næstu tveimur leikjum en lék svo tvo leiki í kringum mánaðamótin janúar/febrúar. Hann átti svo fund með félaginu og var ekkert meira í hópum hjá portúgalska liðinu.

„Við áttum fund um stöðu mína. Félagið var nokkuð hreinskiið, svo við vorum sammála um að ef það kæmi upp tækifæri, þá væri í lagi ef ég myndi finna eitthvað annað."

„Því miður kom þessi tilkynning frá félaginu til mín nokkrum dögum eftir að glugganum var lokað í nokkrum evrópskum deildu, ég gat t.d. ekki komið heim til Danmerkur."

„Þetta voru skýr skilaboð frá bæði íþróttastjóranum og þjálfaranum að ég myndi ekki fá fleiri mínútur."

„Það kveikti eld í mér, því núna þurfti ég að sýna þeim (að þetta væri röng ákvörðun) og þetta endaði þannig að þjálfarinn vildi skyndilega velja mig í hópinn, en ég var þá kominn langt í viðræðum mínum vð Breiðablik,"
sagði Thomsen.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner