Það helsta úr slúðurheimum - Robinson efstur á óskalista Liverpool - Mateta eftirsóttur
   sun 06. apríl 2025 06:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Ætlar að hjálpa KR á öðruvísi hátt en inni á vellinum
Stefán Árni Geirsson.
Stefán Árni Geirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Árni Geirsson fótbrotnaði og fór úr ökklalið í síðasta leik KR fyrir Bestu deildina og þurfti að fara í aðgerð. Þessi hæfileikaríki leikmaður verður ekkert með á tímabilinu.

Það gæti tekið Stefán allt frá sex upp í tólf mánuði að jafna sig af meiðslunum. Hann hafði leikið vel á undirbúningstímabilinu og var með fulla einbeitingu á að eiga gott tímabil.

„Í gegnum tíðina hef ég átt dálítið ástar-haturssamband við fótbolta. En ég hef uppgötvað með árunum hversu mikil snilld fótbolti er og ég var ótrúlega spenntur fyrir verkefninu sem er í gangi núna," sagði Stefán í samtali við Stöð 2.

Stefán vill hjálpa liðinu þrátt fyrir að geta ekki gert það innan vallar í sumar og ætlar að ræða það við þjálfarateymið.

„Ég á eftir að setjast niður með Óskari og Emma og sjá hvernig ég get hjálpað liðinu á öðruvísi hátt en inni á vellinum," sagði Stefán.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, talaði um það í viðtali við Fótbolta.net í liðinni viku að það væru vond tíðindi fyrir deildina að Stefán meiddist.

„Ömurleg staða fyrir hann, ömurleg staða fyrir okkur og ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina því að ég held að flestir geti verið sammála um að Stefán er frábær leikmaður sem auðgar íslenskt knattspyrnulíf og það er sjónarsviptir af honum á vellinum," sagði Óskar.

KR heimsækir KA í fyrstu umferð Bestu deildarinnar í dag.

sunnudagur 6. apríl
14:00 Valur-Vestri (N1-völlurinn Hlíðarenda)
16:15 KA-KR (Greifavöllurinn)
19:15 Fram-ÍA (Lambhagavöllurinn)

mánudagur 7. apríl
18:00 Víkingur R.-ÍBV (Víkingsvöllur)
19:15 Stjarnan-FH (Samsungvöllurinn)
Athugasemdir
banner