Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
banner
   mið 02. apríl 2025 15:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Svekkjandi staða.
Svekkjandi staða.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Árni hefur litið vel út í vetur og sagði í viðtali við Vísi að einbeitingin hafi aldrei verið eins mikil og nú á fótboltann.
Stefán Árni hefur litið vel út í vetur og sagði í viðtali við Vísi að einbeitingin hafi aldrei verið eins mikil og nú á fótboltann.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Stefán Árni Geirsson verður frá næstu mánuðina og KR-ingar búast ekki við honum á komandi tímabili. Þetta staðfestir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Stefán fór úr ökklalið og bein brotnaði í fæti hans í leik KR gegn Víkingi á föstudag.

„Hann fór í aðgerð á mánudagskvöldið og þar voru settar í hann sjö skrúfur og plata. Ömurleg staða fyrir hann, ömurleg staða fyrir okkur og ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina því að ég held að flestir geti verið sammála um að Stefán er frábær leikmaður sem auðgar íslenskt knattspyrnulíf og það er sjónarsviptir af honum á vellinum. En staðan er bara þannig að við búumst ekki við honum á þessu tímabili, nú þurfum við bara að sjá til þess og hjálpa honum að koma sterkur til baka á því næsta," segir Óskar.

Ertu eitthvað að skoða að fá inn mann í staðinn?
„Nei."

Hópurinn bara klár?
„Þangað til annað kemur í ljós," segir Óskar.

Fyrsti leikur KR í Bestu deildinni verður á sunnudaginn þegar liðið heimsækir KA.

Óskar ræðir um komandi tímabil í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner