Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
Jón Þór: Bara ein leið út úr þessu
Nýtt sjónarhorn sýnir að Arnar gerði rétt með því að dæma mark Vals ólöglegt
Heimir Guðjóns: Góð liðsheild og menn voru tilbúnir í þetta
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Jökull: Hrikalega ánægður með þennan hóp
Ásgeir Helgi: Helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
   mið 02. apríl 2025 15:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Svekkjandi staða.
Svekkjandi staða.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Árni hefur litið vel út í vetur og sagði í viðtali við Vísi að einbeitingin hafi aldrei verið eins mikil og nú á fótboltann.
Stefán Árni hefur litið vel út í vetur og sagði í viðtali við Vísi að einbeitingin hafi aldrei verið eins mikil og nú á fótboltann.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Stefán Árni Geirsson verður frá næstu mánuðina og KR-ingar búast ekki við honum á komandi tímabili. Þetta staðfestir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Stefán fór úr ökklalið og bein brotnaði í fæti hans í leik KR gegn Víkingi á föstudag.

„Hann fór í aðgerð á mánudagskvöldið og þar voru settar í hann sjö skrúfur og plata. Ömurleg staða fyrir hann, ömurleg staða fyrir okkur og ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina því að ég held að flestir geti verið sammála um að Stefán er frábær leikmaður sem auðgar íslenskt knattspyrnulíf og það er sjónarsviptir af honum á vellinum. En staðan er bara þannig að við búumst ekki við honum á þessu tímabili, nú þurfum við bara að sjá til þess og hjálpa honum að koma sterkur til baka á því næsta," segir Óskar.

Ertu eitthvað að skoða að fá inn mann í staðinn?
„Nei."

Hópurinn bara klár?
„Þangað til annað kemur í ljós," segir Óskar.

Fyrsti leikur KR í Bestu deildinni verður á sunnudaginn þegar liðið heimsækir KA.

Óskar ræðir um komandi tímabil í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir