Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
Gunnar Heiðar: Missum aðeins fókus í þessum varnarhlutverkum okkar í þeim mómentum
Venni: Ef það er innan seilingar og í augnsýn þá er bjánalegt að stefna ekki á það
Hemmi: Þetta var eins og skotæfing í 90 mínútur
Bjarni Jó: Á bólakafi í fallbaráttu
Gunnar Már: Hræddur þar til hann flautaði leikinn af
Heiðdís: Stolt að vinna bikar eftir barnsburð
Berglind Björg: Skemmtilegra núna heldur en í fyrra
Sammy: Búin að vera að æfa þessa tegund af slútti
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
„,Þetta er bara geggjað, þetta er bara bilun"
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Guðni meyr: Stoltur af því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
   mið 02. apríl 2025 15:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Svekkjandi staða.
Svekkjandi staða.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Árni hefur litið vel út í vetur og sagði í viðtali við Vísi að einbeitingin hafi aldrei verið eins mikil og nú á fótboltann.
Stefán Árni hefur litið vel út í vetur og sagði í viðtali við Vísi að einbeitingin hafi aldrei verið eins mikil og nú á fótboltann.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Stefán Árni Geirsson verður frá næstu mánuðina og KR-ingar búast ekki við honum á komandi tímabili. Þetta staðfestir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Stefán fór úr ökklalið og bein brotnaði í fæti hans í leik KR gegn Víkingi á föstudag.

„Hann fór í aðgerð á mánudagskvöldið og þar voru settar í hann sjö skrúfur og plata. Ömurleg staða fyrir hann, ömurleg staða fyrir okkur og ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina því að ég held að flestir geti verið sammála um að Stefán er frábær leikmaður sem auðgar íslenskt knattspyrnulíf og það er sjónarsviptir af honum á vellinum. En staðan er bara þannig að við búumst ekki við honum á þessu tímabili, nú þurfum við bara að sjá til þess og hjálpa honum að koma sterkur til baka á því næsta," segir Óskar.

Ertu eitthvað að skoða að fá inn mann í staðinn?
„Nei."

Hópurinn bara klár?
„Þangað til annað kemur í ljós," segir Óskar.

Fyrsti leikur KR í Bestu deildinni verður á sunnudaginn þegar liðið heimsækir KA.

Óskar ræðir um komandi tímabil í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner