Stefán Árni hefur litið vel út í vetur og sagði í viðtali við Vísi að einbeitingin hafi aldrei verið eins mikil og nú á fótboltann.
Stefán Árni Geirsson verður frá næstu mánuðina og KR-ingar búast ekki við honum á komandi tímabili. Þetta staðfestir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, í samtali við Fótbolta.net í dag.
Stefán fór úr ökklalið og bein brotnaði í fæti hans í leik KR gegn Víkingi á föstudag.
Stefán fór úr ökklalið og bein brotnaði í fæti hans í leik KR gegn Víkingi á föstudag.
29.03.2025 14:30
Stefán Árni aldrei séð neitt þessu líkt - „Það var þungt en þannig á maður að lifa“
„Hann fór í aðgerð á mánudagskvöldið og þar voru settar í hann sjö skrúfur og plata. Ömurleg staða fyrir hann, ömurleg staða fyrir okkur og ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina því að ég held að flestir geti verið sammála um að Stefán er frábær leikmaður sem auðgar íslenskt knattspyrnulíf og það er sjónarsviptir af honum á vellinum. En staðan er bara þannig að við búumst ekki við honum á þessu tímabili, nú þurfum við bara að sjá til þess og hjálpa honum að koma sterkur til baka á því næsta," segir Óskar.
Ertu eitthvað að skoða að fá inn mann í staðinn?
„Nei."
Hópurinn bara klár?
„Þangað til annað kemur í ljós," segir Óskar.
Fyrsti leikur KR í Bestu deildinni verður á sunnudaginn þegar liðið heimsækir KA.
Óskar ræðir um komandi tímabil í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir