Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 06. maí 2021 20:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hazard: Ekki markmiðið að móðga stuðningsmenn Real Madrid
Úr leiknum í gær
Úr leiknum í gær
Mynd: EPA
Eden Hazard var harðlega gagnrýndur fyrir að hlæja með leikmönnum Chelsea eftir tap Real Madrid á Stamford Bridge í gær.

Hazard er leikmaður Real en var í sjö ár hjá Chelsea áður en hann hélt til Spánar. Hazard átti slakan leik gegn sínum fyrrum liðsfélögum og verðskuldaði Chelsea 2-0 sigurinn. Hazard virtist samgleðjast vinum sínum í Chelsea og var myndaður að hlæja með þeim á vellinum eftir leikslok. Þessi mynd hefur ekki vakið mikla lukku meðal stuðningsmanna Real.

Sjá einnig:
Hazard hló með leikmönnum Chelsea eftir tapið - Drama í spænsku sjónvarpi

Hazard tjáði sig á Instagram í dag og biðst afsökunar á þessu.

„Mér þykir fyrir þessu. Ég hef lesið fullt af skoðunum um mig í dag og það var ekki markmiðið að móðga stuðningsmenn Real Madrid."

„Það hefur alltaf verið minn draumur að spila með Real og ég kom hingað til að vinna. Tímabilið er ekki búið og núna ætlum við að berjast saman og vinna La Liga."

„Hala Madrid!"
skrifaði Hazard.
Athugasemdir
banner
banner