Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 06. maí 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: KSÍ 
Byrjendanámskeið fyrir dómara á Akureyri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KSÍ auglýsti í gær byrjendanámskeið fyrir dómara sem verður haldið á Akureyri eftir helgi, mánudaginn 9. maí.


Námskeiðið verður í sal Einingar/Iðju við Skipagötu 14 og hefst klukkan 19:30 á mánudaginn.

Það er ókeypis aðgangur á námskeiðið sem stendur yfir í tvær klukkustundir og er opið öllum sem hafa náð 15 ára aldri.

Aðaláhersla er lögð á leikreglur fótboltans en auk þess verður einnig farið yfir ýmis konar kynningarefni, fræðsluefni, skýringar og skýringarmyndir.

Námskeiðinu lýkur svo með skriflegu prófi og munu þeir sem ná því prófa öðlast rétt til að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. 

100% viðvera er skilyrði á þessu námskeiði.

Áhugasamir aðilar sendi tölvupóst á [email protected] þar sem einungis staðfestar skráningar gefa rétt til setu á námskeiðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner